Það að horfa á Keeping Up With the Kardashians gerir þig að verri manneskju. Jafnvel ef þú horfir ekki á meira en 60 sekúndur af þáttunum þá getur það dregið úr samúð þinni fyrir fátæku fólki.
Ný rannsókn frá London School of Economics (LSE) sýnir að það að horfa á þættina – sem dásama og upphefja frægð, munað og uppsöfnun auðs – gerir fólk líklegra til að meta veraldlega hluti og vera á móti því að aðstoða fátækt fólk, sem á að hafa „dugnaðinn“ til að koma sér úr þessum aðstæðum sjálft.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ef við leggjum meiri áherslu á veraldlega hluti sem leið til hamingju, þá erum við líklegri til að vera sjálfselsk og líklegri til að skorta samúð með þeim sem eru ekki jafn vel fjárhagslega stödd og við.
Þau sem hafa varað fólk við að horfa á þættina í gegnum tíðina hafa því spottað sannleikann með innsæinu: Kardashians gera mann að verri manneskju.