Auglýsing

,,Að skipuleggja kynlífið þitt gerir þig hamingjusamari“ – 9 ráð til að verða betri manneskja á árinu 2018

New York Times birti á dögunum 9 ráð til þess að verða betri manneskja á árinu 2018. Ráðleggingarnar eru byggðar á vinsælum lífstílsgreinum sem hafa verið birtar hjá þeim á árinu og við ákváðum að deila þessum ráðleggingum með ykkur.

Ef þú vilt fá gott pepp – mættu þá á ráðstefnuna BARA ÞAÐ BESTA 2018 – Markmið – Árangur – Hamingja.

1. Búðu um rúmið þitt

Bara þessi litla framkvæmd mun gefa þér tilfinningu um að hafa áorkað einhverju og fyllir þig stolti, sem mun leiða af sér að fleiri aðgerðir verði framkvæmdar af heilindum.

2. Vertu í skóm út frá veðri

Melania Trump var minnt á þetta á síðasta ári þegar hún í fór á stiletto hælum til Houston eftir að fellibylur hafði farið illa með borgina. Það er aldrei slæm hugmynd að setja besta fótinn okkar fram, hvort sem það er meint bókstaflega eða myndrænt.

3. Þvoðu á þér hárið

Við erum alltaf að lesa fréttir af því að það sé slæmt að nota of reglulega sjampó í hárið. En eins og með flest allt þá er komið backslag og nú segja húðsjúkdómafræðingar og hárgreiðslufólk að þurrt sjampó muni bara gefa þér 1 til 2 auka daga. En við þurfum að muna að hársvörðuinn er húð, og alveg eins og andlitið okkar, þá þarf að þvo það reglulega.

4. Skipuleggðu hvenær þú ætlar að stunda kynlíf

Cheryl Strayed rithöfundur ráðlagði lesendum New York Times þetta: „Ég veit að þetta hljómar virkilega alls ekki sexy, en ég er mikill aðdáandi þess að skipuleggja kynlífið mitt. Það þarf ekki töfra til að stunda kynlíf. Þetta er á to-do listanum (sem þýðir alls ekki að töfrar muni ekki eiga sér stað). Eins og svo margir aðrir mikilvægir hlutir í lífinu mínu – skrif, ræktin – þá er ég ekki alltaf í stuði til að stunda kynlíf, en eftirá þá er ég alltaf glöð að ég gerði það. Þetta er hluti af ‘gerðu-það-bara’ módelinu sem ég er svo hrifin af. Og það virkar.“

5. Sættu þig við það sem þú getur ekki stýrt

Gertrude Mokotoff var 98 ára og Alvin Mann var 94 ára þegar þau giftu sig. Þau, eins og svo mörg önnur pör, hittust í ræktinni. Brúðguminn, sem náði sér einnig í BA gráðu í sögu árinu áður, deildi ráðum hans varðandi að eiga langt líf: „Auðvitað þá er einn hluti af því læknavísindin, en stærra en það er að við lifum áhyggjulausu lífi; við látum ekkert sem við getum ekki stýrt angra okkur að neinu leyti.“

6. Og ef þú upplifir streitu, afvegaleiddu þá sjálfa/-n þig með raunverulegu ævintýri

Ef þú þarft nauðsynlega á skemmtilegri afþreyingu að halda, ef þú upplyfir að umhverfið í kringum þig er að kæfa þig og vantar eitthvað sem dregur þig úr því, horfðu þá bara til Bretlands. Nú á árinu 2018 þá mun Meghan Markle giftast Harry prins og við fáum öll að njóta þess þegar kona sem var ekki konungsborin verður hluti af konungsfjölskyldu…þú veist, eins og í ævintýrunum.

7. Taktu aldur þinn í sátt – fagnaðu honum!

Leyfðu hárinu þínu að grána og láttu hrukkurnar vera. Það gæti bara orðið til þess að koma af stað byltingu. Ef að við viljum berjast gegn aldursfordómum þá þarf bardaginn að hefjast í speglinum. Ashton Applewhite skrifaði: ,,Til þess að hreyfingar geti haft áhrif og kraft, þá þurfa þau sem eru hluti af þeim að taka fagnandi því sem hefur verið gert að smánarblett, hvort sem að það er út af hörundliti þínum eða út af því að þú elskar einhvern af sama kyni eða út af því að þú ert að verða gömul/gamall. Það þýðir að færa sig frá því að afneita því að eldast yfir í það að sættast við það, og jafnvel taka því fagnandi.“

8. Ekki gleyma smokkunum

Því þú veist aldrei hvenær heimurinn gæti endað. ,,Fólk sem sérhæfir sig í því að lifa af hamfarir elskar smokka.“ skrifaði Alex Williams. „Þeir eru léttir, það fer lítið fyrir þeim og það er hægt að nota þá sem vatnsbrúsa, til að kveikja eld, sem teygju, teygjubyssu, flotholt á veiðistöng og til að senda merki á milli aðila.“

9. Ef að eitthvað gengur ekki upp, haltu samt bara áfram – og haltu áfram að fara út úr húsi.

Gerðu eins og Hillary Clinton gerði eftir að hún tapaði forsetakostningunum í Bandaríkjunum, þegar hún skellti sér í leikhús á Broadway, fór á ítalskan veitingastað og hótel cabaret.

 

Hvað sem þú gerir – leggðu þig allavegana fram um að verða betri manneskja á þessu ári. Með því ertu ekki bara að gera lífið þitt betra, heldur þú ert að gera heiminn að betri stað.

,,Þú verður að vera breytingin sem þú vilt sjá í heiminum“
– Mahatma Gandhi

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing