Nú á tímum Vegan-isma þá hefur kjöt fengið á sig ákveðinn stimpil. En það eru þó til menn sem ekki hafa trú á kjötlausum lífstíl – heldur akkúrat andstæðunni. Einn þeirra er bandaríski læknirinn og íþróttamaðurinn Shawn Baker. Hann hefur lifað eingöngu á kjöti í rúmt ár og aldrei liðið betur að eigin sögn. Hann hefur startað því sem heitir „carnivore january“ – þar sem hann hvetur menn til að borða bara í kjöt í mánuð.
Kjötiðnaðarmaðurinn og matartæknirinn Ævar Austfjörð, er einn fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í þessu og át bara kjöt í janúar á síðasta ári. Hann fann mikinn mun á sér andlega og líkamlega í lok mánaðarins og ákvað að kynna sér þessa tegund mataræðis betur. Þetta kemur frá á vef mbl.is.
Þetta þýðir að Ævar er að borða allt að 1,5 kíló af kjöti á dag – í tveimur máltíðum.
„Ég borða meira en flestir. Ég er 100 kíló og 1,87 metrar á hæð,“ segir Ævar.
Hann tekur svo dæmi um hvað hann borðar:
„Ég borðaði til dæmis hálft lambalæri í kvöldmat í gær sem ég úrbeinaði sjálfur og steikti á pönnu. Í morgun borðaði ég svo einn fjórða af lambalæri ásamt tveimur 200 gramma hamborgarabuffum,“ segir Ævar en hann borðar á milli níu og tíu á morgnana og svo á milli sex og sjö á kvöldin. „Þú borðar þegar þú ert svangur og þangað til þú ert saddur. Það eru engir matartímar þannig séð,“ segir Ævar um fyrirkomulag matmálstíma.
Það er allt farið út, ég þarf engin vítamín með þessu. Þörfin fyrir snefilefni, steinefni og vítamín hverfur þegar þú borðar eingöngu kjöt, eða hæfilega feitt kjöt, og það er reynsla þeirra sem hafa verið á þessu mataræði í lengri tíma.“
„Þetta hefur tvímælalaust bætt heilsu mína. Það er svo margt sem gerist. Ég hef betri einbeitingu, jafnari og betri starfsorku og orku í gegnum daginn. Ég er öflugri í mínum æfingum. Ég æfi reglulega og hef verið að bæta mig í æfingum sem ég hélt ég myndi ekki bæta mig í. Ég er að verða fimmtugur og hélt ég væri kominn á þann stað að ég væri í góðri varnarbaráttu,“ segir Ævar og hlær en hann æfir og kennir karate í Vestmannaeyjum. „Ég hef bætt mig í hraða og snerpu sem ég hélt að væri glatað að eilífu.“