Auglýsing

Ævar fokkar í VEGAN liðinu – Hann borðar 1,5 kíló af kjöti á dag og aldrei liðið betur!

Nú á tímum Vegan-isma þá hefur kjöt fengið á sig ákveðinn stimpil. En það eru þó til menn sem ekki hafa trú á kjötlausum lífstíl – heldur akkúrat andstæðunni. Einn þeirra er banda­ríski lækn­ir­inn og íþróttamaður­inn Shawn Baker. Hann hef­ur lifað ein­göngu á kjöti í rúmt ár og aldrei liðið bet­ur að eig­in sögn. Hann hefur startað því sem heitir „carnivore january“ – þar sem hann hvetur menn til að borða bara í kjöt í mánuð.

Kjötiðnaðarmaðurinn og mat­ar­tækn­irinn  Ævar Aust­fjörð, er einn fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í þessu og át bara kjöt í janú­ar á síðasta ári. Hann fann mik­inn mun á sér and­lega og lík­am­lega í lok mánaðar­ins og ákvað að kynna sér þessa teg­und mataræðis bet­ur. Þetta kemur frá á vef mbl.is.

Þetta þýðir að Ævar er að borða allt að 1,5 kíló af kjöti á dag – í tveimur máltíðum.

„Ég borða meira en flest­ir. Ég er 100 kíló og 1,87 metr­ar á hæð,“ seg­ir Ævar.

Hann tekur svo dæmi um hvað hann borðar:

„Ég borðaði til dæm­is hálft lamba­læri í kvöld­mat í gær sem ég úr­beinaði sjálf­ur og steikti á pönnu. Í morg­un borðaði ég svo einn fjórða af lamba­læri ásamt tveim­ur 200 gramma ham­borg­ara­buff­um,“ seg­ir Ævar en hann borðar á milli níu og tíu á morgn­ana og svo á milli sex og sjö á kvöld­in. „Þú borðar þegar þú ert svang­ur og þangað til þú ert sadd­ur. Það eru eng­ir mat­ar­tím­ar þannig séð,“ seg­ir Ævar um fyr­ir­komu­lag mat­máls­tíma.

Það er allt farið út, ég þarf eng­in víta­mín með þessu. Þörf­in fyr­ir snefil­efni, steinefni og víta­mín hverf­ur þegar þú borðar ein­göngu kjöt, eða hæfi­lega feitt kjöt, og það er reynsla þeirra sem hafa verið á þessu mataræði í lengri tíma.“

„Þetta hef­ur tví­mæla­laust bætt heilsu mína. Það er svo margt sem ger­ist. Ég hef betri ein­beit­ingu, jafn­ari og betri starfs­orku og orku í gegn­um dag­inn. Ég er öfl­ugri í mín­um æf­ing­um. Ég æfi reglu­lega og hef verið að bæta mig í æf­ing­um sem ég hélt ég myndi ekki bæta mig í. Ég er að verða fimm­tug­ur og hélt ég væri kom­inn á þann stað að ég væri í góðri varn­ar­bar­áttu,“ seg­ir Ævar og hlær en hann æfir og kenn­ir kara­te í Vest­manna­eyj­um. „Ég hef bætt mig í hraða og snerpu sem ég hélt að væri glatað að ei­lífu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing