Fyrirliðinn – nýjasti borgari Fabrikkunnar – er hannaður í nánu samstarfi við fyrirliðann sjálfan, Aron Einar Gunnarson, og er nú búið að leggja lokahönd á þessa meistarasmíð. Fyrirliðinn er fyrsti borgari Íslensku Hamborgarafabrikkunnar sem verður borinn fram með frönskum á milli eins og sannir Akureyringar vilja hafa hann.
Fyrirliðinn er algjör nagli, eins og höfundurinn, hann inniheldur:
120 gr. hágæða ungnautakjöt, ristaða parmaskinku, hvítlauksristaða sveppi, karamellíseraðan rauðlauk, ost, kál, papriku, franskar á milli og chilli bernaisesósu. JÁ, CHILI BERNAISESÓSU.
Þessi borgari mun breyta væntingum þínum til lífsins.
Hér getur þú séð Kristinn R. Ólafsson kynna Fyrirliðann:
Hamborgarafabrikkan er staðsett á Höfðatorgi, í Kringlunni og á Hótel Kea Akureyri.