Daloon rúllurnar eru hollur, ódýr og fljótlegur kostur sem er auðvelt að poppa upp í girnilega máltíð og þar sem rúllurnar eru hitaðar beint úr frystinum henta þær jafn vel hvort sem verið er að elda fyrir einn eða fyrir stóra fjölskyldu.
Hér er tillaga að girnilegri útfærslu sem er fljótlegt að útbúa og nógu einfalt til að leyfa börnunum að hjálpa og hafa notalega samverustund við matarundirbúninginn.
Karrýkryddaðar kjúklingarúllur
Uppskrift (fyrir þrjá):
- 6 stk. ofnrúllur með kjúklingi
- 1 dl kókósmjöl
- 2 msk hunang
- 1/4 ananas, skorinn í teninga
- 1 rauðlaukur, niðursneiddur
- 3 dl brún hrísgrjón
- kryddjurtir
- matarolía
- mango chutney
Aðferð:
Matreiðið ofnrúllurnar og hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum. U.þ.b. 5 mínútum áður en rúllurnar eru tilbúnar eru þær penslaðar með hunangi og kókósmjöli sáldrað hressilega yfir. Síðan bakað þar til þær eru tilbúnar. Kókósinn á þá að vera orðinn ljósbrúnn. Steikið rauðlaukinn og ananasinn í olíu á pönnu og bætið brúnu hrísgrjónunum og svolitlum kryddjurtum út í. Berið fram með ofnrúllunum.
Ath. Gott að bera fram með mango chutney sem ídýfu.