Nú þegar fólk hefur orðið mjög æst í kringum hvarf Birnu Brjánsdóttur og meðal annars sent póst á alla áhöfn Polar Nanoq (Sjá HÉR!) þá hefur áhöfnin á grænlenska skipinu Illiveq sér ástæðu til að senda út þessa tilkynningu:
Í ljósi þessara hörmulegar atburðar sem nú gengur yfir viljum við áhöfn Illiveq ítreka það að þessi tvö skip tengjast ekki neitt nema að bæði skipinn eru skráð í Grænlandi hringt hefur verið í menn hér um borð og samfélagsmiðlar loga hugur okkar er hjá fjölskyldu Birnu brjánsdóttur.Við sigldum út frá Reykjavík á laugardagskvöld og grænlenskir áhafnarmeðlimir hér um borð komu með flugi til islands og komu beint um borð.
Fólk verður að gæta sín að láta ekki múgæsinginn bera sig ofurliði – þótt það vilji hjálpa til.