Kennari í New York ákvað að kenna nemendum sínum um afleiðingar eineltis og í þetta sinn þá vildi hún prófa nýja aðferð og sjá hvernig hún virkaði.
Miðað við svipinn á börnunum eftir æfinguna sem hún lét þau gera, þá komst þetta til skila.
Spurning hvort að þetta sé ekki fullkomin æfing fyrir íslenska kennara til að láta nemendur sína gera? Hún virðist vera nógu einföld og áhrifarík svo að meira að segja yngstu börnin ættu að geta skilið æfinguna.