Fanney Ingvarsdóttir var krýnd Ungfrú Ísland árið 2010. Hún hóf ferilinn sem flugfreyja hjá WOW Air og hefur spilað með félaginu allt frá byrjun 2012.
Í harðri baráttu Wow Air og Icelandair – hefur síðarnefnda félaginu nú tekist að tryggja sér þjónustu Fanneyjar. Yfirlýsing og mynd staðfesta að hún er komin í bláa liðið.
Ekki var gefið upp hvort Icelandair hafi ekki greitt WOW air fyrir skiptin – en talið er að Fanney hafi farið á frjálsri sölu. Vikulaun hennar ættu að vera í samræmi við taxta starfsmannasamnings flugfreyja hjá Icelandair.
Fanney segir á Facebook-síðu sinni:
Eftir nokkur dásamleg ár sem flugfreyja hjá WOW Air hef ég ákveðið að ganga til liðs við bláa liðið. Þetta var erfið ákvörðun að taka og mikið mun ég sakna allra yndislegu samstarfsmanna minna. Það að hafa fengið að vera partur af WOW Air nánast frá upphafi fyrirtækisins er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Takk fyrir mig
Sjáumst í háloftunum, og í þetta skiptið mun ég bjóða kaffið frítt.