Almannavarnir deildu færslu á Facebook síðu sinni þar sem að allir í Grindavík eru hvattir til að gera mikilvæga breytingu í símanum sínum.
Hrólfur Sturla Rúnarsson deildi póstinum upprunalega með opna Facebook hópnum „Íbúar Grindavíkur“ og það er óhætt að segja að þetta séu góðar leiðbeiningar.
Hér er færslan hans Hrólfs í heild sinni:
Ég mæli með fyrir alla í Grindavík að vista 112 sem tengilið í símanum, fara svo í tengiliðina, finna 112 og ýta á edit uppi í hægra horninu. Velja svo text tone og efst er Emergency Bypass. Ef þið virkið það þá heyrist hljóðið þótt þið eruð með símann á Silent eða Do Not Disturb. Svo mæli ég líka með að þið skrollið alveg neðst inni í text tone, ýtið á classic og veljið tóninn alarm. Þá munið þið alveg örugglega heyra í skilaboðunum frá neyðarlínunni ef þau skildu koma. Endilega komið þessu áfram til fjölskyldu, vina og annarra íbúa Grindavíkur ❤️
Hún Ingunn Káradóttir var fljót að bæta við leiðbeiningum fyrir Android síma þegar hún sá færsluna frá Almannavörnum á Facebook: