Samkvæmt grein á mbl.is þá átti alvöru road rage sér stað á Reykjanesbrautinni síðdegis í gær, sem endaði með því að það þurfti að kalla lögregluna á svæðið.
Annar ökumaðurinn var vægast sagt ósáttur við ökulagið hjá hinum ökumanninum og sagði við lögregluna í skýrslutökunni að sá hefði hegðað sér eins og vitleysingur.
Þetta hófst þegar ósátti ökumaðurinn spurði hinn ökumanninn hvað gengi eiginlega á, þar sem að hann hafði ekið á strætóakreik og tekið fram úr fimm bílum.
Hinn brást mjög illa við þessu, svaraði sem svo að hann væri sko ekki lögreglan og hrækti svo á bílinn hans.
Ósátti ökumaðurinn tók þá kókflösku sem hann var með í bílnum og kastaði henni í bíl hins ökumannsins – og flaskan fór inn um gluggann. Hann svaraði fyrir sig og kastaði flöskunni aftur tilbaka.
Ósátti ökumaðurinn svaraði strax fyrir sig, greip kaffibollann sinn og kastaði í bílinn hjá hinum ökumanninum þannig að það sást verulega á bifreiðinni.
Já, svona er það – alvöru road rage á Íslandi!