Anna Spargo-Ryan er ástralskur rithöfundur. Anna deildi tveim sjálfsmyndum af sér með þriggja daga millibili á Facebook – sérð þú muninn?
„Á fyrstu myndinni er ég að glíma við andleg veikindi“
„Á seinni myndinni er ég einnig að glíma við andleg veikindi“
Ástæðan að hún setti þessar myndir inn var blaðagrein sem birtist í áströlsku blaði þar sem greinarhöfundur kennir yfirmönnum að sjá það á starfsmönnum sínum hvort þeir séu að „feika andleg veikindi eða ekki“.
Með þessu vildi hún sýna fram að það sést ekkert endilega á fólki hvort það sé að þjást af andlegum veikindum eða ekki.
Hér er Facebook færslan hennar í heild sinni:
Ef þú eða einhver sem þú þekkir þjáist af þunglyndi eða kvíða hafðu þá samband við geðlækni eða einhverja viðeigandi stofnun.
Það er aldrei of seint að leita sér hjálpar!