Arnkell er hluti af Volvo rally team, íslenskt rall lið sem keppir í Íslandsmeistarakeppninni á 25 ára gömlum Volvo 940.
Hann og félagi hans kepptu í næturrallýkeppni þann 20. september síðastliðinn og tóku stærstu veltur sem sést hafa í langan tíma hér á landi.
„Fórum útaf á um 130 km/h og veltum yfir grjót á stærð við bíla. Leiðin heitir Kaldidalur, og var fyrsta leið í þessari keppni.“
Báðir ökumenn sluppu ómeiddir úr veltunni, utan þess að aðstoðarökumaðurinn tognaði í tungunni. Og reyndar má heyra hann segja að hann hafi fengið smá högg á pungsa.
Sem verður að teljast vel sloppið …
Hér má sjá myndband af aðdragandanum, veltunum og smá umræðum eftir veltuna.