Ásdís Rán henti í einn status á Facebook – þar sem hún kvartar undan því að það sé einhver sem er að ræna dótinu hennar í flugvélum. Við viljum biðja viðkomandi að skila dótinu!
Þar sem ég er frequent flyer þá langar mig að henda út smá kvörtun! Ég á það til að vera frekar utan við mig og gleyma pokum og öðrum verðmætum í flugvélinni sem skila sér í 99% tilvika ekki í lost & found upp á velli. Spurningin er: hver er að stela dótinu mínu?? eru það flugfreyjurnar eða er þessi hópur sem er að þrífa vélarnar uppá velli með fulla vasa af stolnu dóti? Þetta er orðið ansi svekkjandi því ég fæ alltaf sama svarið, þú verður að taka ábyrgð á dótinu þínu Já okey en er það samt allt í lagi að það sé eitthvað lið þarna sem stundar það að stela dóti úr vélunum! Af hverju er ekki betra eftirlit með þessu fólki…? Þetta hefur gerst hjá Icelandair, WOW og fleirum…