Áskell Heiðar Ásgeirsson var að ferðast frá Sauðárkróki, á heimahagana á æskuslóðirnar í Borgarfirði eystri. Hann varð að stoppa bílinn – því sólin tók á sig mynd sem líklega fáir hafa séð. Myndin var tekin í froststillu við hádegisbil.
„Við töfðumst vegna fegurðar,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson í samtali við mbl.is.
Myndin er af svokölluðum hjásólum, úlfi og gíl – og er afar sjaldgæft fyrirbæri.
Alveg sturluð mynd: