Auglýsing

Ástarsorg eða brostið hjarta getur valdið ALVÖRU hjartasjúkdómi!

Tilfinningalegt stess og andleg líðan getur valdið hjartasjúkdómum með auknu álagi á hjartað og er það talið vera mikið vandamál í nútímasamfélagi – því öll erum við jú stressuð hvort sem að Kórónaveiran er að herja á heiminn eða ekki.

Til er hjartasjúkdómur sem kallast á ensku „Broken Heart Syndrome“ eða „Stress Cardiomyopathy“ og það sem veldur honum er mikið tilfinningalegt áfall.

Frá sjúkdómnum er sagt á vefsíðunni docsopinion.com en sjúkdómnum var fyrst lýst árið 1990 í Japan og þó að einkenni hans séu þau sömu og hjartaáfalls verður hjartaáfall aðeins þegar kransæðarnar eru stíflaðar en það gerist ekki með Broken Heart Syndrome.

Þeir sem þjást af sjúkdómnum fá yfirleitt „hjartaáfalls“ einkennin í kjölfar tilfinningalegs áfalls, þegar nákominn ættingi lætur lífið, við ástarsorg, heimilisofbeldi eða við náttúruhamfarir.

Það sem gerist í hjartanu er að ákveðinn vöðvi hættir að „pumpa“ svo restin af hjartanu pumpar af meiri ákafa en eðlilegt er. Sjúkdóminn er yfirleitt hægt að lækna á nokkrum vikum.

Vísindamenn skilja ekki fullkomlega þennan sjúkdóm eða hvað veldur honum, annað en tilfinningalegt áfall. Sjúkdómurinn er algengastur hjá konum sem komnar eru yfir breytingaskeiðið en hrjáir þó alla aldurshópa og bæði kyn.

Hér má sjá hvað gerist í hjarta þess sem þjáist af Broken Heart Syndrome.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing