Auglýsing

Ástríkur Hinseginbjór styður við fjölbreytileikann um helgina – Til styrktar Hinsegin daga!

Ástríkur er mættur í verslanir og á betri bjórbari til að fanga fjölbreytileikanum um helgina.  Borg Brugghús sendir bjórinn frá sér í tilefni af Gleðigöngunni á morgun og til styrktar Hinsegin dögum:

„Stjórn Hinsegin daga fagnar því að fá Ástrík í hóp stoltra styrktaraðila hatíðarinnar. Ástríkur á einstaklega vel við okkur þar sem hátíðin okkar er drifin áfram af ástríðu sjálfboðaliða okkar fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það er ómetanlegt að fá fyrirtæki eins og Borg Brugghús til liðs við okkur þar sem rekstrargrundvöllurinn hatíðarinnar byggir á stuðningi velviljaðra fyrirtækja, einstaklinga og Reykjavíkurborgar.“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga.

„Árið 2013 var talsvert annað bjórumhverfi en við búum við í dag og það var að mestu afmarkaður hópur sem drakk svona sérbjóra eins og við bruggum.  Á þeim tíma langaði okkur að fagna þeirri mannréttindabaráttu sem Hinsegin dagar standa fyrir og flagga regnbogalitunum hjá þessum afmarkaða hópi.  Við brugguðum þá um 10% belgískt klausturöl, bjór sem var sérhannaður fyrir bjóráhugafólk og líklegur til að fæla almenna neytendur frá sökum mikils alkóhólinnihalds og meðfylgjandi verðs.  Síðan þá hefur bjórmenningin breyst mikið, fyrst og fremst vegna vaxandi áhuga almennings á sérbjórum og hefur brugghúsið okkar til að mynda um sexfaldað framleiðsluna á þessum tíma.  Almennur áhugi á bjórum eins og Ástríki hefur aukist til muna og má sjá hann sem virkan part af gleðinni í miðbænum yfir hátíðina sem er frábært.“segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg Brugghúsi.

„Í ár er Ástríkur í belgískum Pale Ale bjórstíl sem við teljum að muni sóma sér vel á hátíðinni.  Hann er auðdrekkanlegur og ferskur en á sama tíma margþættur og áhugaverður.  Þar spilar sérstakt belgískt ger lykilhlutverk og færir honum frúttí og kryddaða tóna sem blandast við léttan karakter frá sérvöldum amerískum humlum.  Þá má í lykt og bragði greina ýmsa ávexti á borð við ferskjur, apríkósur og ástaraldin svo eitthvað sé nefnt.  Við erum annars sérstaklega stolt af því að vera þátttakendur í þessar mikilvægu hátíð og hvetjum alla til að láta sig mannréttindi Hinsegin fólks, og annarra, varða.“ segir Sturlaugur að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing