Auðunn Níelsson birti póst á Facebook eftir að hafa afstýrt alvarlegu umferðaslysi. Hann vekur athygli á því að fólk þurfi að fara varlega – sér í lagi á þjóðveginum.
Jæja gott fólk. Umferðarhugvekja.
Ég keyri mikið milli staða á Norðurlandinu vegna vinnu auk þess að keyra nokkrum sinnum á ári AK-RVK til að hitta Heiða Berglind (þgf.) mína. Ég þarf nánast í öllum tilvikum á AK-RVK leiðinni að hægja á mér þegar bíll sem kemur á móti er að gefa framúr og hefur ekki með nokkru móti tíma/vegalengd til að koma sér á réttan helming eftir framúraksturinn. Í dag mætti ég svo bíl sem var að taka framúr bíl úr gagnstæðri átt en bílstjórinn panikkaði og hélt sér við hliðina á bílnum í stað þess að hægja á sér. Svo ég mæti bílum á báðum akgreinum. Ég ákvað að skella bílnum beint útaf til að forða árekstri, það munaði innan við metra.
Ung stúlka, undir tvítugu myndi ég giska, var að keyra bílinn. Kennum unga fólkinu að hætta að taka svona sénsa, þau þurfa ekki að flýta sér svona, eiga allt lífið eftir og það getur endað með einni vitlausri ákvörðun.
My two cents. Allir ómeiddir og bílar óskemmdir.