Amazon frumskógurinn fer minnkandi með ári hverju vegna ágangs mannfólksins. Þetta hefur gert það að verkum að mikið af dýrategundum eiga undir högg að sækja og margar tegundir á svæðinu hafa dáið út undanfarna áratugi.
Á svæðinu búa einnig frumbyggjar sem voru á árum áður einangruð, en eru í dag í samskiptum við umheiminn. Þau búa á verndarsvæðum þar sem að heimkynni þeirra voru eyðilögð af aðkomu fólks sem hjó niður skóginn sem þau bjuggu í.
Awa frumbyggjarnir eru mjög tengdir náttúrunni. Konurnar gefa dýrunum brjóst og í staðinn hjálpa dýrin fólkinu með hluti eins og að opna hnetur og sækja ávexti hátt upp í tré.
Awa frumbyggjarnir eru orðnir svo fáir að þeim er haldið undir sérstakri vernd og það er ansi erfitt að fá leyfi til að heimsækja þá.
Ljósmyndarinn Domenico Pugliese fékk sjaldgæft tækifæri til að eyða með þeim nokkrum dögum og taka þessar myndir.
Awa fólkinu hafa borist gjafir eins og bolir, en fæstir kæra sig um að klæðast slíkum nútíma klæðnaði.