Auglýsing

Bær í Noregi fær ENGA sól 5 mánuði ársins – Þar til nú! – MYNDIR

Bærinn Rjukan í Noregi er staðsettur í 3 klukkustunda fjarlægð frá Osló. Hann er þekktur fyrir að vera myrkasti bær í heimi.

Sólin skín aldrei beint á bæinn frá því í byrjun september þangað til í lok mars út af fjöllunum sem umlykja bæinn.

Til þess að gefa bæjarbúum örlitla sól á þessum erfiða tíma þá hefur bærinn eytt 5 milljónum norskra króna í að setja upp spegla.

Sólin knýr speglana sem eru staðsettir í 450 metra hæð fyrir ofan bæðinn og þeir elta sólina og spegla henni á bæinn.

Afraksturinn er sá að sólin skín á torgið í miðju bæjarins, sem verður að teljast ansi gott í bæ sem hefur aldrei séð sólina frá september til mars – í 5 mánuði af árinu.

Spurning hvort að það séu einhverjir staðir á Íslandi sem hefðu áhuga á svona löguðu?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing