Auglýsing

Barnið þitt nær mun meiri ÁRANGRI í lífinu ef þú talar svona við það!

Það er til fjöldinn allur af uppeldis-leiðbeiningabókum, myndum og þáttum. Aðferðirnar sem þar eru kenndar eru mismunandi og það sem þótti frábær leið fyrir 20 árum er í dag talin úreld leið.

Dr. Carol Dweck er mikil talskona aðferðar sem kallast „instill a growth mindset“ og snýst einfaldlega um að hrósa barninu fyrir að læra hluti.

Í stað þess að segja við barnið „Þú ert svo klár“ þá segir Carol að það sé betra að hrósið snúi að því að barnið hafi lagt mikið á sig til að læra hlutinn og kenna því að það sé það jákvæða.

Til dæmis er ekki gott að segja:
„Vá þú gast lesið setningu í bókinni – Þú ert svo klár“
Heldur er betra að segja:
„Vá þú gast lesið setningu í bókinni – Þú lagðir hart að þér við að læra það og nú getur þú það, til hamingju!“

Hér má sjá myndband þar sem Dr. Carol Dweck talar um aðferðina og kannanir sem hún hefur gert sem sýna að aðferðin virkar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing