Auglýsing

Bergur Snær lést fyrir þrem árum – Minnast hans með því að stofna stuðningssetur fyrir ungt fólk!

Hún Sigurþóra Bergsdóttir sagði frá því á Facebook að það eru þrjú ár síðan að Bergur Snær sonur hennar kvaddi þennan heim.

Sigurþóra minntist dagsins með því að skrifa undir leigusamning á Suðurgötu 10, þar sem að stuðningssetur fyrir ungt fólk 18-25 ára mun vera rekið.

Í póstinum hér fyrir neðan þá útlistar Sigurþóra hvað þú getur gert til að hjálpa þeim að gera Bergið Headspace að raunveruleika:

Í dag er dánardagurinn hans Bergs Snæs míns, en hann fór þann 18. mars 2016.
Í dag er líka dagurinn þar sem við skrifuðum undir leigusamning um Suðurgötu 10 í Reykjavík þar sem við ætlum að setja á stofn Bergið okkar. Bergið Headspace þar sem ungt fólk getur komið án skilyrða þar sem tekið verður á móti þeim með hlýju og skilning. Við viljum finna orkunni farveg, finna leiðir til að bæta líðan og finna tilgang.
Það er táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns í að leggja drög að úrræði sem mun vonandi hjálpa ungmennum dagsins í dag og til framtíðar.
Nú hefst vinnan fyrir alvöru og þurfum við að leita til ykkar allra um að hjálpa okkur til að láta þennan draum rætast.
Við munum þurfa umtalsvert fjármagn, við munum þurfa húsgögn, tölvubúnað, húsbúnað. Okkur vantar fólk til að vinna að breytingu á húsnæðinu og hjálpa til við að koma Berginu af stað.
Okkur vantar líka sjálfboðaliða í móttöku og að manna vefspjall og fleira.
Ég trúi því að Bergið verði breytiafl í okkar samfélagi og að við gerum þetta saman ❤
Við munum birta heimasíðuna á næstu dögum þar sem hægt verður að styrkja okkur og gerast velgjörðarmenn. En einnig má leggja beint inn á reikning okkar, kt. 431018-0200, 0301-26-4030.
Ef þið viljið leggja eitthvað annað af mörkum má senda tölvupóst á mig á sigurthora@bergid.is
Ennfremur má skrá sig í Samtökin okkar hérna – ATH NÝR LINKUR: https://goo.gl/forms/rYBtooQwoJrC7dbM2


Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing