Fimmaurabrandarar eru bestu brandararnir. Þeir eru yfirleitt frekar stuttir og „pönsið“ er oftast næst svo innilega heimskulegt að brosið sprettur fram af einskærri kjánagleði.
Facebook grúbban „Fimmaurabrandarafélagið“ lfir góðu lífi en þar eru saman komnir 17 þúsund Íslendingar sem finnst gaman að hlæja að aulabröndurum. Maður að nafni Gunnar deildi þar þessum brandara og það verður að segjast eins og er: Þetta er besti fimmaurabrandari sem heyrst hefur!
„Ég gref.
Þú grefur.
Hann grefur.
Hún grefur.
Það grefur.
Við gröfum.
Þið grafið.
Þeir grafa.
Þær grafa.
Þau grafa.
Ég gróf.
Þú grófst.
Hann gróf.
Hún gróf.
Það gróf.
Við grófum.
Þið grófuð.
Þeir grófu.
Þær grófu.
Þau grófu.
…..Þetta er kannski ekkert ofboðslega fyndinn brandari … en hann er ROSALEGA DJÚPUR!“