Fyrir djammið, á djamminu og eftir djammið. Flestir hafa ekki hugmynd um það hvað þeir eiga að borða í kringum djammið eða af hverju … svo vonandi á þetta eftir að hjálpa.
Ef þú ert að fara út, þá er mikilvægt að stilla upp smá matarprógrammi.
Í fyrsta lagi, ekki gleyma að borða kvöldmat. Og þá meinum við alvöru kvöldmat.
Góður „fyrir-djamm“ kvöldmatur inniheldur trefjar, prótín, kolvetni og góða fitu. Þetta hljómar rosalega, en gæti alveg verið til dæmis Burrito skál.
Eða fiskur, grænmeti og hrísgrjón?
Og á meðan þú ert úti, endilega nartaðu í eitthvað. Best er að narta í eitthvað sem er annað hvort salt eða sterkt. Og ekki gleyma að drekka vatn með því.
Ef þú gjörsamlega þarft að borða eitthvað í bænum, þá eru franskar alls ekki slæmur kostur.
Rúmið er komið í augnsýn, þú gætir lagst niður og rotast – En fyrst: Kókosvatn.
Augljóslega ættir þú að hafa drukkið vatn og áfengi til skiptis allt kvöldið, en flestir eiga það til að sleppa því.
Drekktu kókosvatn fyrir svefninn og jafnvel klípu af salti.
Kalíum og Sódíum í kókosvatninu mun hjálpa þér við að ná upp vökvatapi líkamans og það bragðast betur en venjulegt vatn, svo þú gætir gabbað líkamann til þess að drekka meira, í stað þess að gleyma vatnsglasinu bara á náttborðinu.
Enskur morgunmatur
Skolaðu þessu svo öllu niður með vatni, kaffi eða te ef þú þarft koffín. Lykilatriðið þegar kemur að því að jafna sig á þynnku er jú að vökva líkamann. Passaðu þig samt á djúsum, venjulegir safar innihalda svo mikinn sykur að þér mun líða en verr ef þú svalar þorstanum með safa.