Birgir Þór Bragason skrifaði mikilvæga færslu á Faceook um Íslendinga yfir sextugt, sem þið sjáið hér fyrir neðan.
Þetta er eitthvað sem fólk á öllum aldri þyrfti að lesa:
Þegar árin hlaðast inn hrakar sjóninni. Við þurfum meira og meira ljós. Hver þekkir það ekki að þurfa að þræða nál eða koma lítilli skrúfu á sinn stað, gengur miklu betur því meira ljós er til staðar.
Við sem nýlega erum skriðin yfir sextugt erum þó í fantaformi. Við höldum áfram að stunda okkar líkamsrækt, borðum hollan mat, náum fullum svefni og vöknum eldhress á hverjum morgni. Við getum allt það sem við gátum þrítug og sumt af því betur.
Við erum til dæmis betri bílstjórar. Við erum þolinmóðari uppalendur, afar og ömmur.
En við þurfum meira ljós til að sjá jafnvel og fyrir 30 árum. Það er staðreynd.
Þess vegna legg ég til að við tökum endurskinsmerkið alvarlega. Notum það sjálf þegar þörf er á að aðrir þurfa að sjá okkur, við hlaupum, göngum og hjólum úti við, enda harðdugleg.
Við ættum líka að hvetja börnin okkar og ekki síst barnabörnin til þess að nota endurskinsmerkin.
Það gæti forðað okkur frá ótímabærri hreyfihömlun og það gæti bjargað lífi barnabarnanna.
Skora á þig, spennum beltin og spennum endurskinsmerkið á fötin okkar.
Gleðileg jól.