Rick Loeback birti grafíska mynd á Facebook – sem er ætlað að vekja athygli á því að andartaks skortur á athygli getur kostað mannslíf. Nú þegar íslenskt sumar blasir við – með aukinni umferð bíla og mótorhjóla – þá er vert að gefa þessu gaum.
Ökumaðurinn á Honda mótorhjólinu var á 135 kílómetra hraða. Ökumaðurin í VW bílnum var að tala í símann þegar hún beygði á hliðargötu, og sá ekki mótorhjólið. Viðbragðstími mótorhjólamannsins var ekki nægur til að forðast slysið.
Bíllinn var með tvo farþega og mótorhjólamaðurinn fannst INNI í bílnum hjá þeim. Bíllinn rúllaði yfir við áreksturinn og lenti 10 metra frá árekstrinum.
Þau þrjú sem voru í árekstrinum dóu samstundis. Þessi grafíska sýning var á Mótorhjólasýningu sem var haldinn af lögreglunni og Vegaöryggisdeildinni.
Deilið þessu til ökumanna og þeirra sem eru að fá ökuskírteini – eða þeirra sem eru nýir á mótorhjólum – og til allra þeirra sem eiga farsíma.
Mynd er meira virði en þúsund orð.
Bjargaðu lífi. Ekki tala í símann og skrifa skilaboð þegar þú keyrir. Þú gætir bjargað eigin lífi … eða mínu …