Stjörnuhjónin Ryan Reynolds og Blake Lively eiga það til að hrekkja hvort annað. Ryan er oft kallaður konungur Twitter þar sem hann hendir oft í rosalega brandara sem eru yfirleitt tengdir fjölskyldu hans.
Þegar að Blake átti afmæli trollaði Ryan hana með því að deila mynd af sér þar sem hann var búinn að klippa Blake hálfa út. Svo óskaði hann henni til hamingju með daginn.
Blake svaraði honum á Twitter núna þegar hann átti afmæli og gerði mjög svipaða pælingu nema hún setti mynd af Ryan Reynolds og Ryan Gosling saman og var búin að klippa Reynolds hálfan út…