Nú fyrir jólin smellti verslunin Macland í auglýsingu fyrir iPhone sem þótti nokkuð skörp á ádeila á samkeppnisaðila sína – sem ekki verða nefndir á nafn hér. En auglýsinguna má sjá hér að neðan.
Í auglýsingunni sjást börn opna jólapakka og í fyrstu tveimur pökkunum eru símar sem eru ekki frá Apple. Þeir símar springa í höndunum á krökkunum og hausinn þeirra breytist í beinagrind. Svo fær síðasti krakkinn iPhone. Hann er þvílíkt sáttur og ekkert gerist fyrir hann.
Hörður hjá Macland fékk sent bréf frá Neytendastofu þar sem auglýsingin er talin brjóta í bága við reglugerðir Neytendastofu. Hann er beðinn að eyða henni af Facebook og Youtube – eða hljóta sektir fyrir.
Bréfið er áhugavert að mörgu leyti en sérstaklega er þessi setning eftirtektaverð:
„… er það mat Neytendastofu að auglýsing Macland sé til þess fallin að vekja þau hughrif hjá börnum að aðrir símar en iPhone geti sprungið með afleiðingum að höfuð þeirra verði að beinagrind …“
Ansi öflug hughrif!
Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan: