Flestir eyðum við töluverðum peningi á mánuði í svitalyktaeyði, ilmvötn og sápur til að forðast þessa leiðinda svitafýlu.
Rannsókn á vegum Science Direct hefur hinsvegar leitt í ljós að svitalyktin getur verið góð og laðað að konur.
Lykillinn að góðri svitalykt er einfaldur: Hvítlaukur.
Nokkrir karlar voru látnir borða hvítlauksbrauð og síðan voru hugrakkar konur sem boðið höfðu sig fram látnar þefa af þeim til að meta gæði lyktarinnar. Allt mjög vísindalegt.
Eftir hvítlauksbrauðs átið sögðu þær mennina lykta mun meira aðlaðandi en fyrir það.
Annar hópur karla var látinn gleypa hvítlaukshylki í töluverðu magni og voru það mennirnir sem lyktuðu langbest af öllum, að mati kvennanna.
Hvítaukshylki má nálgast í heilsubúðum og hugsanlega apótekum.
Drífið ykkur af stað strákar!