Það hefur ekki mikið heyrst af söngkonunni Britney Spears á síðustu árum. Hún sigraði heiminn áður en hún varð tvítug en svo einhvern vegin sló frægðin hana í andlitið. Hún hefur verið með sýningu í Las Vegast í smá tíma núna.
En þó að það sé ekkert rosalega mikið í gangi hjá Britney þá er hún samt með 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Þar deilir hún myndum og myndböndum af fjölskyldulífinu, hvað sé að gerast hjá henni og fleiru.
Hún skrapp í smá frí með fjölskyldunni til Hawaii og auðvitað er söngstjarnan í virkilega góðu formi. Hún lék sér í sjónum og naut þess að vera til.
Svo deildi hún myndbandi með fylgjendum sínum á Instagram.