Charlie Sheen er virkilega áhugaverð persóna sem hefur gengið í gegnum ýmislegt um ævina. Hann var um tíma hæstlaunaðasti sjónvarpsleikari heims – þegar hann var stjarnan í „Two and a Half Men“. Hann fékk 1.8 milljónir dollara fyrir hvern einasta þátt.
Hann var rekinn eftir djammferð til Las Vegas og furðulega hegðun í kjölfar ferðarinnar. Flestir telja að hann hafi einfaldlega tekið of mikið af eiturlyfjum og bókstaflega misst vitið.
Það var þó skemmtilegt að fylgjast með ævintýrum Charlie Sheen þegar hann var á toppi heimsins að eigin sögn. Hann gerði orðið „WINNING! “ vinsælt og seldi fólki tígrisdýrablóð svo það gæti líkst honum meira.
Hann fékk aðalhlutverk í „Anger Management“ þáttunum sem voru fínir en framleiðslu var þó hætt. Charlie Sheen hefur lítið sést í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum síðan.
Ástæðan er víst sú að tryggingafélög sem tryggja framleiðendur kvikmynda og þátta fyrir áföllum – neita að koma nálægt Charlie Sheen. Það er því talin of mikil áhætta að láta hann hafa hlutverk því hann gæti misst vitið aftur og framleiðslu yrði þá hætt.
Charlie var greindur með HIV veiruna og reyndi að halda því leyndu með því greiða mútur til þeirra sem vissu af sjúkdómsgreiningunni. Þetta kostaði hann mikinn pening en þó er nokkuð ljóst að mestum peningum eyddi Charlie í vitleysu. Hann er rosaleg eyðslukló og er vanur að hafa himinháar tekjur.
Eina verkefnið sem hann hefur fundið sér undanfarið er að selja fólki afmæliskveðjur á um 40 þúsund stykkið. Hann hringir þá eða tekur upp myndband fyrir afmælisbarnið og sendir kveðju frá Charlie Sheen. Til að ná sömu tekjum og fyrir einn þátt af „Two and a Half Men“ – þá þyrfti Charlie að selja um 6000 afmæliskveðjur.
Hann var lögsóttur fyrir að greiða ekki húsnæðislánið sitt og er að reyna að selja húsið í Beverly Hills. Verðið hefur verið lækkað um 3 milljónir dollara en enginn hefur viljað kaupa.
Við vonum að hann nái sér á strik aftur en hér er myndband þegar Charlie Sheen var WINNING!