Eins og flestir vita mun Conor McGregor mæta Floyd Mayweather í boxbardaga þann 26 ágúst. Conor er þekktur fyrir að komast í hausinn á andstæðingum sínum og hann er ekkert að bíða með það að rugla í Floyd.
Hann deildi mynd á Instagram og þar getur maður séð að veggurinn í ræktinni hans er nýmálaður. Conor er búinn að fá mann til að mála mynd af sér vera að lenda höggi á Floyd í bardaga.