Hún Áslaug Fjóla Magnúsdóttir sagði frá því í Facebook færslunni hér fyrir neðan að Anita Katrín dóttir hennar er alvarlega kvalin og með nýrnabilun eftir E.coli smit í Efstadal.
Áslaug vonar að allir sem heimsóttu Efstadal fyrir 4. júlí fari og athugi hvort að þau séu ekki örugglega heilsuhraust eftir heimsóknina – og þess vegna finnst henni í lagi að fólk deili þessari færslu.
Eins og fram hefur komið i fjölmiðlum, Þá erum við búin að fá það loksins staðfest, það sem við vissum i hjörtum okkar frá upphafi að hún Anita Katrín smitaðist af E.coli bakteriu í Efstadal með þeim alvarlegu afleiðingum að hún hlaut nýrnabilun fyrir um viku siðan og hefði getað farið verr ef ekki hefði verið fyrir skjót og rétt viðbrögð okkar frábæru lækna og hjúkrunarfólks hér á barnaspítalanum en hún var mjög þungt haldin um tima en er á hægum batavegi, en i raun vitum við ekki hvað framtíðin ber i skauti sér fyrir hana, en eins og áður hefur komið frá hjá okkur er hún að glíma við eitrun af völdum E.coli sem kallað er HUS sem ekki allir veikjast af sem smitast af E.coli. Það sorglegt að hugsa til þess við næstum misstum dóttur okkar eftir að hafa heimsótt Efstadal sem er með kaffihús, ís og veitingastað i Fjósi allt svona Beint frá Býli eins og það er kallað og með dýr sem gestir og gangandi getað klappað áður en það fer inn og neytir veitinga og hvergi var auðveldlega hægt að þvo hendur né sótthreinsa. Þar sem ásókn i staðinn er mikill og t.d biðröð út á plan eftir ísnum og er t.d stöðugur straumur erlendra ferðamanna i rútum þangað.
Ég hugsa ætli það séu einhver börn erlendis sem farin eru af landi sem sem hafa smitast ?
Þetta er grafalvarlegt mál !!!
Við heimsóttum Efstadal 3x á þessum rúmum 2 vikum eða frá 7- 24 júni sem við vorum i útilegu i fellihýsinu okkar í Brekkuskógi.
Anita Katrín borðaði 3x ís þarna, 1x is úr ísvélinni og 2x vanillu ískúlu við t.d borðuðum bragðtegund úr kæliborðinu. Hún klappaði lömbum, heimalingum. En þarna eru nokkur lömb og lítill gríslingur sem buið er að koma saman fyrir i kofa við bílastæðin og gáfum við t.d einu lambinu saman pela ( sem var heimatilbúin búin til úr gosflösku ) Okkur var réttur pelinn af starfsmanni sem hleypti dýrunum út við mikin fögnuð hennar og þeirra sem hjá stóðu og voru margir þarna lika i snertingu við þessi íslensku dýr. Einnig klappaði hún kálfinum eins og sést á myndinni sem við tókum af henni þarna og þegar við skoðuðum myndina og fleiri myndir og myndbönd sem við eigum frá heimsóknum okkar i Efstadal eftir að hún veiktist sáum við að híbýli kálfana voru ekki hrein.t.d stál hliðið á milli þeirra og hennar og fyrir framan. Svo hún hefur getað smitast á nokkrum stöðum þarna. Þarft ekki nema 10 frumur af þessari tegund E.coly sem hún fékk til að veikjast lífshættulega eins og hún gerði. Má benda á að við hugsum mikið um hreinlæti en stundum dugar það ekki til þegar ekki nema 10 frumur þarf til og ef þetta er kanski útbreytt á staðnum.
Það var svo spennandi fyrir litla tæplega 3 ára skottu sem i sakleysi sínu er í sumarfríi með mömmu og pabba og var svo gaman að fara i sund og fá svo ís i Efstadal á eftir sem endar svo eins og við sagt höfum frá.
Seinni myndin er tekin af henni i dag ❤
Það á engin að þurfa horfa upp á barnið sitt kveljast svona eins og hún hefur kvalist síðan 24 júní og allt sem hún hefur gengið i gegnum síðustu vikurnar allt útaf þvi að hún klappaði íslenskum kálfi smituðum að E.coli i sakleysi sínu
Getið ekki ímyndað ykkur hvað hún hefur gengið i gegnum ! Við tökum lítil skref i einu með elsku blóminu okkar og erum vakin og sofin yfir henni ❤ Við þökkum auðmjúk fyrir allar bænir og umhyggjuna frá ykkur og óskum þess heitast að nýrun hennar fari að starfa aftur og Aníta Katrín okkar komist sem heilust út úr þessari hræðilegu lífsreynslu.❤ ❤
Það má deila færslunni, þvi við erum hrædd um að þeir sem komu við i Efstadal til 4 júli, en samkvæmt frettum i kvöld voru ekki gerðar ráðstafanir hjá þeim fyrr en 4 júli !!
Svo þeir sem heimsóttu Efstadal fram að 4 júli gætu verið i hættu þá sérstaklega börn.
Við hjá menn.is sendum Anitu Katrínu batakveðjur og vonum að allt fari á besta veg.