Stundum þá á maður bara slæman dag, sem fer jafnvel svo langt að maður missir trú á mannkyninu sjálfu og allt fer í volæði. Maður ræður bara ekki við það – og það getur tekið tíma að hrista það af sér.
Ef þú ert að eiga svoleiðis dag í dag þá erum við með lausnina í myndunum hér fyrir neðan, því það er fátt sem rekur allt það slæma í burtu jafn vel og að krútta yfir sig – hvað þá að sjá kærleika á milli dýra sem maður hefði haldið að væri ómögulegt.
Og myndirnar af því þegar þessi kettlingur og ugla hittust í fyrsta sinn eiga pottþétt eftir að redda málunum…