Loftmynd af íbúðarhverfi í Kanada leiddi í ljós að heilsugæslan í hverfinu var ekki öll eins og hún sýnist …
Réttara sagt þarf ekki einu sinni að skoða hana vandlega, loftmynd af heilsugæslunni sýnir að byggingin er nákvæmlega eins og nakinn karlmaður í laginu.
Einhverjir hafa bent á að byggingin sé í laginu eins og nakinn markvörður en aðrir segja að hún líkist „flassara“.
Íbúar í hverfinu og starfsmenn heilsugæslunnar segja að byggingin sé svona í laginu algjörlega fyrir tilviljun, enda hafi ótal viðbyggingum verið bætt við yfir 20 ára tímabil í notkun.
Svo næst þegar þú ert í Kanada og ert með smá kvef … þá veistu hvert þú átt að fara!