Það er ekki laust við að manni verði hugsað með kvíða til áætlanna yfirvalda að fjölga hótelum og lundabúðum á Íslandi við að skoða myndir eins og þessar.
Egypska borgin Sharm El Sheikh er sorglegur minnisvarði túrismann sem eitt sinn var. Ástæður þess að borgin lagðist í eyði eru fjölþáttar en pólitík og sprengingar á svæðinu hafa haft sitt að segja.
Árið 2011 ferðuðust 15 milljónir til Egyptalands en aðeins 9 milljónir árið 2014 en þar spilar Arabíska vorið og styrjaldirnar í kringum það sitt hlutverk.
Hjónin Andrea and Magda eru ljósmyndarar og þær eyddu 9 mánuðum á svæðinu þegar þær tóku þessar myndir.
Breskir túristar hafa verið varaðir við að ferðast til Egyptalands og flugfélögin British Airways og easyJet hafa hætt ferðum um svæðið, allavega tímabundið, eftir að rússnesk farþegaþota var skotin niður á svæðinu.
Það er töluvert um yfirgefin dýr á svæðinu og hér má sjá cameldýr leita ætis í ruslagám.