Þátturinn Wife Swap hefur göngu sína á ný eftir hlé en hugmyndin er eiginkonur eða eiginmenn skipta um fjölskyldur í eina viku. Allir þátttakendur skuldbinda sig til að fylgja í byrjun reglum nýja heimilisins en svo fær nýja eiginkonan/eiginmaðurinn að stjórna öllu.
Hér eru skriflegir samningar og peningaverðlaun í boði þannig fólk verður að klára tökurnar þó þeim líki ekki nýju reglurnar á heimilinu. Hér að neðan er svo brot þar sem tvær eiginkonur hittast eftir að hafa eytt viku með fjölskyldu hinnar.
Önnur konan er strangtrúaður Mormóni en hin er meira fyrir partýstemmningu. Þær náðu að klára vikuna en hittust svo í lok þáttar til að ræða hvað þær hefðu lært af reynslunni.
Hreinskilnin var höfð að leiðarljósi þegar þær sögðu álit sitt á hvor annarri.