Okkur þykir leiðinlegt að færa ykkur þessar fréttir kæru eiginmenn, en samkvæmt þessu þá eigið þið aldrei eftir að eiga jafn náið samband við eiginkonu ykkar eins hún og besta vinkona hennar eiga.
Samkvæmt könnun hjá heilsufyrirtækinu Champneys með 1517 kvenna úrtaki þá segjast mun meira en helmingur kvenna eiga nánari samband við vinkonu sína heldur en maka sinn – og ástæðurnar sem þær gefa fyrir því eru þó nokkrar.
Ástæðan sem flestar voru sammála um er sú að þeim fannst þær geta sagt hvað sem er við platónsku vinkonu sína – á meðan það var ekki upplifunin þegar kom að makanum.
Í öðru sæti á eftir þeirri ástæðu var sú að besta vinkonan hlustaði meira á þær.
Niðurstöður könnunarinnar benda líka til þess að konur skemmta sér yfirleitt mikið betur með vinkonum sínum heldur en mökum, og setningar á borð við „við hlæjum þar til við grátum“, „ég get virkilega verið ég sjálf“ og „við eigum bara mikið meira sameiginlegt“ verandi mjög algengar.