Hann Erik Hirt setti þessa færslu í opna Facebook hópinn ‘Vesturbærinn’ þar sem hann vildi brýna fyrir fólki hversu varasöm þessi gönguljós við Hringbrautina geta verið.
Á föstudaginn langa var ekið á annað barn á Hringbrautinni á gangbraut þar sem Bræðraborgarstígur kemur inná, ég pósta þessu núna því ég vil brýna fyrir fólki og sérstaklega foreldrum að þessi gönguljós eru sérstaklega varasöm þar sem að biðin eftir grænu getur verið býsna löng og verð ég vitni af því mörgum sinnum á dag að fólk skjótist yfir á rauðu en ég bý á þessum stað. Ég hef marg oft kvartað yfir þessum ljósum nú síðast þegar ekið var á stúlkuna í vetur, fyrir einhverjum árum kvartaði ég yfir þeim og þau voru löguð/stillt þannig að það kom grænt fljótlega en ekki eftir beygju ljós, síðan aftur grænt fyrir Hringbraut svo loks græt á gönguljósið sem er tilfellið aftur fólk virðist ekki hafa þolinmæði í að bíða og sé èg jafnvel foreldra fara með börnin yfir á rauðu. Ekki veit ég hver orsökin á þessu slysi voru og gat ekki betur séð en að barnið hafi ekki verið alvarlega slasað þegar það var flutt í burtu í sjúkrabílnum en velti því samt fyrir mér hvort að það sé algengt að það sé ekið á fólk og það komi ekki í fréttum.
Farið varlega og bíðið alltaf eftir græna ljósinu, verið góð fyrirmynd.