Yfirgullsmiður Jóns & Óskars, Páll Sveinsson, vann hönnunarsamkeppni Félags Íslenskra Gullsmiða um hönnun Bleiku Slaufunnar í ár. Til að styrja Krabbameinsfélagið enn frekar kom Páll með þá snilldarhugmynd að hanna gullslaufu (gullútgáfu Bleiku Slaufunnar) sem boðin verður upp á Facebooksíðu Bleiku Slaufunnar 10-12. október, og til sýnis í verslun Jóns & Óskars, Laugavegi 61 á meðan uppboðinu stendur. Þetta er í fyrsta sinn sem Bleika Slaufan er smíðuð úr gulli.
Til að vekja athygli á gullútgáfu Bleiku Slaufunnar, sem einungis er gerð í einu eintaki, verður haldið Bleikt boð í verslun Jóns & Óskars, Laugavegi 61, miðvikudaginn 10. október frá kl.17-19 – bæði til að fólk geti skoðað slaufuna og uppboðið geti hafist.
Bleika boðið er styrkt af eftirfarandi:
Jónsi, Jón Jósep Snæbjörnsson sem mun syngja fyrir gesti.
Mosfellsbakarí, mun bjóða upp á dýrindis veitingar
Ölgerðin mun bjóða upp á drykki og Essie glaðning með kaupum á fyrstu 50 viðhafnarslaufunum (silfurslaufunni)
Aðrir styrktaraðilar Bleika boðsins eru:
MBL
Íris Stefánsdóttir ljósmyndari
Merking
Jón & Óskar
Von okkar er að ná athygli sem flestra með atburðinum og skora á einstaklinga jafnt sem fyrirtæki til að bjóða í slaufuna (gætu síðan afhent íslenskri konu að þeirra slaufuna t.d. konu sem sigrast hefði á krabbameini, forsetafrú Íslands, eða konu sem fyrirtækinu þætti til koma).
Uppboðið hefst í 70.000 kr. og stendur yfir á Facebook síðu Bleiku Slaufunnar (https://www.facebook.com/ bleikaslaufan/) til 12. október kl.15:00.