Ed Sheeran er orðinn einn stærsti tónlistamaður heims og það virðist vera þannig að hann megi ekki gefa frá sér lag án þess að það komist á topplista. Ed Sheeran stamaði mjög mikið þegar hann var lítill.
„Mér fannst erfiðast að vita hvað ég væri að fara segja en gat ekki komið því frá mér“. – Ed Sheeran
Pabbi hans gaf honum Eminem plötu þegar hann var 9 ára. Sem betur fer vissi hann ekki hvað var á plötunni en Ed lærði hvert einasta orð á þessari plötu og hann segir að það hafi hjálpað sér með stamið.
Hér er Ed Sheeran að segja frá þessu í magnaðri ræðu!