Auglýsing

Hér er bréfið sem RAGNAR ætlaði raunverulega að senda á Áslaugu …

Ragnar Önundarson heldur áfram að skemmta Internetinu – eftir að hann ákvað að gerast sérstakur prófílmyndaráðgjafi fyrir Áslaugu Örnu (sjá nánar HÉR). Hann skrifaði langt bréf til Áslaugar sem er frábær lesning – en hér er í raun útgáfan sem hann ætlaði að skrifa.

Blessuð Áslaug,

Ég virðist hafa komið mér í algjört rugl með því að finnast þú vera með of sexí mynd á Facebook. Í staðinn fyrir að viðurkenna á mig skitu – þá ætla ég að skrifa langan pistil – sem er samt stílaður sem bréf til þín. Þar tala ég um mínar persónulegu skoðanir, allt frá kreppunni árið 1929 til dagsins í dag. Þetta er til að sýna hvað ég er rosalega gáfaður um alla söguna – og vel treystandi til að hafa skoðanir á prófílmyndum á Facebook.

Í gegnum „bréfið“ á þér að líða eins og ég sé kennarinn þinn – og sé að meta hvað er rétt og rangt fyrir þig í lífinu. Þú átt að lesa það og vera ótrúlega þakklát að ég sé að gefa mér tíma til að miðla allri minni visku til þín.

Þegar ég er svo búinn að tala um hrunið (HÉR VARÐ HRUN), því það var hræðilegt – og hvað ég elska mikið öryrkja og eldri borgara, því ég er svo góð manneskja, þá blanda ég inn gömlu hneykslismáli frá Bjarna Ben til að sýna hvað kynlíf getur verið hættulegt. (btw. hver getur gleymt Icehot1 – ekkert að þakka Bjarni Ben – get rifjað upp fleiri hneykslismál fyrir þig hvenær sem er.)  Mundu líka hvað framhjáhald getur verið varasamt í stjórnmálum, það gerist oft í gegnum Facebook. Svo er eitthvað sem heitir „poke“. ALls ekki ýta á þann takka.

Þegar ég er búinn að ryðja úr mér þessu bréfi, þá segi ég þér hverjir eru vinir þínir og hverjir ekki – og hvaða skoðanir væri réttast fyrir þig að hafa varðandi ýmis önnur mál. Ég veit að það á eftir að vera gert grín af mér – en þú átt að láta eins og við séum í sama liðinu af því við erum Sjálfstæðismenn – og ég eiginlega eins og afi þinn.

Kær kveðja, Afi Ragnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing