Leikarinn Keanu Reeves er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Matrix myndunum. Fólk hefur mikið spáð í því hvernig það standi á því að leikarinn eldist ekkert og nú getur verið að við séum komin með svar við því.
Hér fyrir neðan eru myndir sem hafa verið teknar af leikaranum síðustu 20 ár og það er ekki hægt að sjá neina breytingu á honum. Hann er meira að segja í sömu fötunum. Er Keanu Reeves tímaflakkari?