Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veltir fyrir sér hvort að staðan hjá þér sé eins og hjá honum Bjössa eða hinum bílnum – og vildu með því minna á mikilvægi ljósa.
Enda spilar það ansi stórt hlutverk svona í skammdeginu:
Bjössi er með sín ljósamál á hreinu, hvað með þig? Ert þú örugglega með ljósin kveikt? Undanfarið höfum við séð marga ökumenn sem eru bara með lítil dagljós að framan og ljóslausir að aftan – það er ekki nóg á Íslandi. Mikilvægt er að eigendur fari yfir ljósastillingar ökutækja sinna og gæti þess að aðalljós séu kveikt að framan og afturljósin einnig. Hvernig eru stillingarnar á þínu ökutæki? Er ekki upplagt fyrir þá sem eru ekki með þær á hreinu að nota helgina í að koma ljósamálunum ökutækja sinna í lag? Það finnst okkur allavega!