Líkaminn þinn inniheldur um 40 trilljón bakteríur og flestar þeirra eru í þörmunum þínum. Þarmaflóran þín gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir heilsu þína og ef hún fer úr jafnvægi getur það valdið vanlíðan og sjúkdómum.
Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á mikilvægi þarmaflórunar í næringaupptöku líkamans og hafa vísindamenn lært meira um þarmaflóruna síðustu 5 ár heldur en síðustu 50 ár, þannig það má segja að vöxtur í vísindagreininni sé svakalegur og er margt ólært enn um starfsemi þarmaflórunar.
Hér eru 10 atriði sem stuðla að betri þarmaflóru, þess má geta að ójafnvægi í þarmaflórunni geta átt upptök sín úr ýmsum áttum og það sem virkar fyrir einn virkar ekki endilega fyrir annan.
1. Borðaðu fjölbreytta fæðu.
Þetta segir sig sjálft, fjölbreytni er alltaf góð, ólíkar bakteríur þurfa ólíka fæðu, og því fjölbreyttari sem þarmaflóran er, því betra.
2. Nóg af grænmeti, baunum og ávöxtum.
Alveg einsog allt sem viðkemur heilsu, þá er grænmeti oftast svarið. Best er að leggja baunir í bleyti í um 12 tíma fyrir suðu og fara sparlega í ávextina, þeir eru nammi nátturunar. Þessar fæðutegundir eiga það sameiginlegt að þær eru allar trefjaríkar. Trefjar eru góði kallinn, munum það!
3. Gerjuð matvæli.
Lifandi fæða einsog súrkál og jógúrt inniheldur góðar bakteríur. Til þess að súrkál innihaldi góðar bakteríur þarf það að vera geymt í kæli, ekki kaupa það sem geymt við stofuhita í búðinni. Forðumst líka jógúrt með sykri, sykur er ekki góður.
4. Forðastu gervisykur.
Rannsóknir hafa sýnt að gervisykur einsog aspartame geta haft neikvæð áhrif á þarmaflóruna, ruglað í insúlínkerfi líkamans og hækkað blóðsykur. Þarf allt að vera sætt?
5. Nærðu góðu bakteríunar.
Sumar matartegundir eru einstaka góðar í mallan. Banani róar magan, ef þú missir þig í nammiáti eða frönskujapli að þá er góð hugmynd að borða banana í næstu máltíð til að reyna hemja skaðan. Bláber eru líka einstaklega góð fyrir þarmaflóruna og trefjarík!
6. Hafðu barnið þitt á brjósti.
Börn fá mikið af bakteríuflóru sinni frá móður sinni og sykrur í brjóstamjólkinni styðja við vöxt góðu bakteríanna. Mamma er best!
7. Borðaðu heilkorna fæðu.
Of unnið korn er ekki trefjaríkt en hátt í kolvetnum sem næra slæmu bakteríurnar. Einnig er hýðið næringaríkasti hluti kornsins, afhverju að henda því?
8. Laukur, laukur, laukur!
Laukur er einsog áburður fyrir góðu bakteríurnar og efnastríð fyrir þær vondu! Sérstaklega hvítlaukur! Best er að borða hann hráan, samt í hófi ef við viljum ekki fæla fólk í burtu með laukfýlunni okkar.
9. Glútamín.
Þetta eru góðar fréttir fyrir líkamsræktarfólk! Glútamín gerir við vöðva líkamans en það sem glútamín gerir líka er að laga og endurbyggja þarmavegginn. Maturinn sem við borðum á að vera innan magans og þarmana, ef við fáum gat á vegginn getur matur farið inní líkaman og blóðrásina, það er ekki gott, veldur bólgum og óþarfa álagi á ofnæmiskerfið.
10. Ekki taka of mikið af verkja og bólgueyðandi lyfjum.
Rannsóknir hafa sýnt að lyf einsog íbúfen geta haft slæm áhrif á þarmaflóruna og brotið niður þarmavegginn, það viljum við ekki.
Þá vitum við það, nú er ekkert annað að gera en að hoppa útí búð og fylla ískápinn af hollri fæðu fyrir vini okkar „góðu“ bakteríunar.