Hjónin John og Julie Gottman eru bæði sálfræðingar sem hafa eytt starfsævinni í að rannsaka hamingju í samböndum. Þau hafa skoðað sambönd samkynhneigðra, ríkra, fátækra og fólks í mismunandi löndum.
Eftir nokkra áratugi þá er niðurstaðan sú að þau geta spáð fyrir hvort samband gangi með einfaldri aðferð og hafa rétt fyrir sér í 94% tilvika!
Aðferðin virkar svona:
Þetta snýst um svokölluð „tilboð“ maka í samskiptum. Tilboð gæti til dæmis verið ef annar makinn segir við hinn: „Hey, sjáðu þennan fallega hund hér í garðinum.“
Ef makinn bregst við þessu tilboði með því að hundsa það alveg þá er sambandið dauðadæmt. Ef makinn reynir að falsa áhuga og segir: „Já, þetta er fínn hundur“ – en fer svo strax að skoða eitthvað annað þá verður sambandið stutt.
Hins vegar ef makinn tekur tilboðinu fagnandi og gefur sér tíma í að skoða hundinn sem makinn var svo vingjarnlegur að benda á þá er um góð tengsl að ræða í sambandi.
Þessi tilboð geta svo verið mörg yfir daginn og í hamingjusömum samböndum þá svarar fólk flestum tilboðum maka með gleði og þátttöku.
Flestir kannast við eldri hjón sem eru alltaf saman í öllu sem þau gera og sýna áhugamálum hvors annars mikinn áhuga. Það er einmitt lykillinn að því að sambandið gangi.
TILRAUN:
Næst þegar þú ert með maka þínum og sérð fallegan hund þá skaltu benda makanum á hundinn með tilboði eins og hér fyrir ofan. Viðbrögðin geta spáð fyrir hvort sambandið verði hamingjuríkt.