VIð þekkjum öll að bjór getur haft skrýtin áhrif á okkur – og sum okkar höndla hann alls ekki. Fyrir þau sem hins vegar kunna að fara með hann og stunda hófdrykkju, þá getur verið að hann sé bara allra meina bót.
Hér eru 10 ástæður fyrir því af hverju þú átt að drekka bjór – úr myndbandi sem við fundum á Internetinu. Og ég hef ekki séð Internetið ljúga ennþá …
Regluleg neysla bjórs hefur jákvæð áhrif á húðina – og gerir hana mýkri.
Það hefur verið sýnt fram á að tvo glös af bjór minnkar talsvert streitu.
Samkvæmt sérfræðingum getur hófleg neysla bjórs lækkað hættuna á minnisglöpum og alzheimer á síðari árum hjá þeim sem drekka hann.
Hvað gerist ef þú drekkur bjór daglega? Bjór er einn elsti drykkur mannskyns. Hófleg neysla getur bætt heilsu þína.
Hann viðheldur heilsu nýrna og getur minnkað líkur á nýrnasjúkdómum um allt að 40% skv. rannsókn.
Grænmetistefjarnar í bjórnum geta lækkað magn LDL kólestrols í blóðinu og virkað sem vörn gegn æðasjúkdómum.
Bjór er ríkur af B1, B2, B6 og B12 vítamíni.
Samkvæmt annarri rannsókn hefur hátt magn sílikons í bjórnum styrkjandi áhrif á beinin.
Ein rannsókn sýndi að hófleg neysla bjórs getur lækkað hættu á hjartaáfalli allt að 40-60%.
Bjór er frábær til að koma í veg fyrir blóðtappa.