Eydís fékk sér tattú í nóvember 2013 hjá Gunnari Viðari. Hún kom með hugmynd til hans og hún og Gunnar hönnuðu hana saman. Nú á dögunum sá hún þá tattúið sitt – sem vörumerki á erlendri sölusíðu á Internetinu.
„Það er ekkert sem ég get gert – en Gunnar gæti gert eitthvað ef hann vill það. En útaf því að það er ekki 100 prósent líkindi þá er voða lítið sem hægt er að gera.“
Hér má sjá tattúið og vörumerkið fyrir neðan.
„Ég vil fá smá réttlæti smá vitundarvakningu að öllu er stolið á netinu og enginn er með sínar eigin hugmyndir lengur. Það er bara stolið og breytt eins og fólki sýnist og haldi að það sé bara í lagi.“ segir Eydís.