Margir eru með stannslausa verki en eiga erfitt með að átta sig á hvers vegna. Sumir taka verkjalyf sem eru þegar upp er staðið alls ekki góð fyrir líkamann.
Hér eru 12 mismunandi verkir sem tengjast mögulega andlegri líðan þinni og þar af leiðandi er hægt að minnka þá með réttu hugarfari og einföldum aðferðum.
1. Höfuðverkur.
Myndast út af stressi og álagi. Passaðu þig að taka tíma úr hverjum degi til að slaka á.
2. Verkur í hálsi.
Getur verið merki þess að þú eigir í erfiðleikum með að fyrirgefa öðrum, eða jafnvel sjálfri/um þér. Mundu eftir hlutunum sem þér þykir vænt um við sjálfa/n þig og reyndu að vinna í því að fyrirgefa auðveldar.
3. Verkur í öxlum.
Er merki um að þú berir tilfinningalegar byrðar. Reyndu að átta þig á því hverjar þær gætu verið til að geta unnið úr þeim. Talaðu við fólkið í kringum þig og leyfðu þeim að hjálpa þér að bera þær.
4. Verkur í efri hluta baks.
Þessi verkur getur táknað að þú færð ekki þann tilfinningalega stuðning sem þú þarft á að halda. Þér gæti liðið eins og enginn elski þig og gætir jafnvel verið að halda aftur að þér þegar kemur að því að elska aðra.
5. Verkur í mjóbaki.
Þessi verkur getur táknað peninga áhyggjur.
6. Verkur í olnbogum.
Hefur tengingu við breytingar í lífi þínu. Ef olnbogarnir eru stífir gæti verið kominn tími á að gera breytingar.
7. Verkur í höndum.
Getur verið tákn um skort á mannlegum samskiptum. Bjóddu vini með þér á kaffihús eða reyndu að kynnast nýju fólki.
8. Verkur í mjöðmum.
Getur myndast þegar þú átt erfitt með að taka ákvarðanir og breyta til. Kannski er kominn tími til að skipta um umhverfi.
9. Verkur í hnjám.
Getur oft skapast af of stóru sjálfsáliti. Þú ert ekki miðja alheimsins. Prufaðu að vinna einhverja sjálfboðavinnu.
10. Verkur í kálfum.
Tilfinningaleg spenna eins og afbrýðisemi getur orsakað þessa verki.
11. Verkur í ökklum.
Getur verið tákn um að þú sérst ekki að vera nógu góð/ur við sjálfa/n þig. Leyfðu þér hluti.
12. Verkur í fótum.
Þegar þú ert þunglyndur gætir þú fengið verki í fæturna. Þeir myndast út frá neikvæðum hugsunum.
Vonandi hjálpar þetta þér ef að þú finnur ekki útskýringar fyrir því sem er að hrekkja þig hjá læknum og viðurkenndum fagaðilum – en ef að það hefur ekki gengið, þá sakar ekki að prófa ráðleggingarnar hér fyrir ofan.