Auglýsing

Faraldur í Vesturbænum? – ROTTUR úti um allt – MYNDIR *Ekki fyrir viðkvæma

Við Íslendingar búum nokkuð vel þegar kemur að aðskotadýrum. VIð erum að laus við snáka, kakkalakkar og aðrar slíkar meinsemdir.

Það virðist hins vegar visst ástand í gangi í Vesturbænum – ef eitthvað er að marka þær myndir sem berast inn á hópinn á Vesturbærinn á Facebook.

Það eru rottur sem virðast þræða göturnar af elju – en hafa nú undanfarna daga borist myndir af rottum hér og þar um bæinn.

Þessi rotta var löghlýðinn og fór yfir gangbraut á Framnesveginum.

Mynd: Andri Jóhannesson

Þessi sagði ekki farir sínar sléttar, en hún lá dauð á Holtsgötunni við Borgarstíg fyrir sirka tveim vikum síðan.

Mynd: Sigríður Rut Hreinsdóttir

Þessi lá svona illa farinn á Framnesvegi.

Mynd: Ingibjörg Baldursdóttir

Krummi tók svo þessa dauðu rottu á gatnamótum Framnesvegar og Sólvallagötu.

Myndband Jóhann Gunnar

Kettirnir horfðu svo bara í forundran á þessa risarottu spóka sig á Holtsgötu. Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur segir í athugasemd við einn rottuþráðinn:

„Hef búið í Vesturbænum í 27 ár aldrei sést rottur fyrr en núna, þær eru úti um allt.“

Hrannar Pétursson segir:

„Er einhver faraldur í gangi! Hafði ekki séð rottu í 10 ár þegar ég sá eina fyrir tveimur vikum og tvær síðan þá!“

Nokkuð ber á áhyggjum yfir ástandinu því rottur eru afar miklir smitberar.

Ekki er ljóst hvað veldur þessum rottugangi en mikið hefur verið að framkvæmdum og því spurning hvort rofnar skólplagnir séu sökudólgur – eða jafnvel hlýrra veðurfar – en eitt er ljóst: það eru rottugangur í Vesturbæ.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing