Fullnægingar eru yfirleitt frábærar og eitthvað sem fólk þarf. Þær geta hjálpað manni að losna undan stressi og passa að maður hafi stjórn á skapinu sínu.
En fullnægingar eru ekki alltaf alveg lausar við galla. Hér eru fimm furðuleg atriði sem geta átt sér stað eftir fullnægingu.
Grátur
Þú getur allt í einu byrjað að tárast, orðið sorgmædd/ur, þungt hugsi, fengið kvíða eða orðið óróleg/ur. Þetta kemur fyrir marga eftir kynlíf þó þau séu í hamingjusömu sambandi því það verður svo mikil losun að hausinn ræður ekki við þetta.
Ofskynjanir
Þetta gerist aðalega hjá konum. Margar konur segja að elskuhugi þeirra hafi farið með þær í annan heim og að þeim hafi fundist þær vera að fljúga. Rannsókn var gerð í Tyrklandi þar sem 75% kvenna sögðust hafa upplifað þessa tilfinningu og 25% af þeim sögðust hafa farið í hálfgerðan teiknimyndaheim.
Hausverkur
Mjög margir lenda í því að fá hausverk eftir fullnægingu. Þeir sem eru að lenda í þessu segja að hausverkurinn getur varað í allt að tvo til þrjá tíma.
Hnerri
Margir lenda í því að hnerra óstjórnlega eftir fullnæginu. Þetta er mjög algengt og það er talað um að fullnæging getur valdið því að hor byrji að leka og síðan fer fólk að hnerra.
Veikur
Þetta kemur aðalega fyrir menn. Sumir karlar fá tímabundinn hita og ógleði eftir fullnægingu. Stundum verða karlmenn í alvöru veikir út af fullnægingum og eru rúmliggjandi í þrjá til fjóra daga.